Styrkir til hugvitsmanna
Styrkir til rannsóknarverkefna sem miða að því að auka öryggi á sjó. Umsóknarfrestur til 15. maí 2019
Gert er ráð fyrir að veita styrki til einstaklinga og/eða félaga sem koma með tillögur að lausnum í þessa átt. Heildarstyrkupphæðin hljóðar upp á 2.500.000 krónur að hámarki hvert ár og er öllum frjálst að sækja um.
Umsókn skal senda á netfangið styrkur@samgongustofa.is og skal umsókninni fylgja útfyllt eyðublað sem finna má hér á Word formi og hér á pdf formi. Einnig skal fylgja greinargóð lýsing á verkefninu í heild sem og greinargerð fyrir því hvaða hluta verkefnisins styrkurinn mun nýtast í.
Auglýst er eftir umsóknum í apríl ár hvert og skal umsókn berast innan fjögurra vikna frá auglýsingu. Styrknum er úthlutað fyrir lok júní ár hvert.