Uppfært lögskráningarkerfi sjómanna

Nýjar reglur um lágmarksmönnun fiskiskipa og annarra skipa en farþega- og flutningaskipa

22.10.2020

Í dag, 22. október verður lögskráningarkerfi sjómanna uppfært í framhaldi lögum nr. 166/2019 sem breyttu lögum nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Með lögunum var skilgreiningu á hugtakinu smáskip breytt þannig að þau teljast nú vera skip sem eru 15 metrar að skráningarlengd eða styttri í stað 12 metra áður. Um þessar breytingar er nánar fjallað í reglugerð nr. 944/2020, og má lesa nánar um málið á frétt Samgöngustofu frá 2. október sl.; sjá Ný reglugerð um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa

 

Í lögskráningarkerfi sjómanna verða lágmarksmönnunarkröfur útfærðar á eftirfarandi hátt:

Þegar skip er styttra en 12 metrar að skráningarlengd og með aðalvél <250kW. þarf að lögskrá skipstjóra með a.m.k. <12 metra skipstjórnarréttindi (SS).

Þegar skip er 15 metrar og styttra að skráningarlengd og aðalvél <250kW. þarf að lögskrá skipstjóra með a.m.k. <15 metra skipstjórnarréttindi (SS15 eða 30 brl. skipstjórnarréttindi).

Ef útivist skips fer yfir 14 klst. þarf einnig að lögskrá stýrimann með sömu réttindi, sjá lögskráningarkerfi sjómanna:

C

 

Þegar skip er styttra en 12 metrar að skráningarlengd og með aðalvél <250-750kW. þarf að lögskrá skipstjóra með a.m.k. 12 metra skipstjórnarréttindi (SS) og smáskipavélavörð (SSV) með a.m.k. slík réttindi. Skipstjóri má gegna báðum stöðunum ef hann hefur réttindi í þær báðar og er þá nóg að lögskrá í stöðu skipstjóra.

Þegar skip er 15 metrar og styttra að skráningarlengd og með aðalvél <250-750kW. þarf að lögskrá skipstjóra með amk. <15 metra skipstjórnarréttindi (SS15 eða 30 brl. skipstjórnarréttindi). Skipstjóri má gegna báðum stöðunum ef hann hefur réttindi í þær báðar og er þá nóg að lögskrá í stöðu skipstjóra.

Ef útivist skips fer yfir 14 klst. þarf einnig að lögskrá stýrimann og annan smáskipavélavörð með sömu réttindi. Ef bæði skipstjóri og stýrimaður hafa réttindi smáskipavélavarðar þarf ekki að lögskrá í þær stöður og ekki heldur ef gerður hefur verið þjónustusamningur milli útgerðar og þjónustuaðila í landi og sá samningur staðfestur af Samgöngustofu og er það óháð útivistartíma skipsins, sjá lögskráningarkerfi sjómanna:

AA

B_1603366207351