Afreiðsla lokuð frá kl. 13 í dag
Vegna veðurs verður afgreiðsla Samgöngustofu í Ármúlanum lokuð frá kl. 13 í dag mánudaginn 14. febrúar.
Upplýsingar um opnun munu verður settar hér inn á vefinn um leið og mál skýrast.
Viðskiptavinum er bent á að kynna sér þær leiðir sem eru í boði til að ganga frá nauðsynlegum erindum á meðan:
- Mitt svæði opið allan sólarhringinn alla daga ársins. Hægt er að ganga alfarið frá eigendaskiptum ökutækja á Mínu svæði .
- Netspjall Samgöngustofu á www.samgongustofa.is (neðst í hægra horninu). Opið frá 9-15 alla virka daga.
- Símaver Samgöngustofu opið alla virka daga frá kl. 9-15. Sími 480 6000.
- Netfangið samgongustofa@samgongustofa.is varðandi almenn erindi og neytendur@samgongustofa.is varðandi réttindi farþega.