Bílar, fólk og framtíðin
Staðan og hvert stefnir?
· Hvernig er ökutæki framtíðarinnar?
· Hvernig verða vegir framtíðarinnar?
· Áhrif og breytingar sem geta orðið á daglegt líf okkar?
· Hver mun eiga upplýsingarnar um ferðir okkar?
· Mun eiginlegur ökumaður heyra sögunni til?
Þetta eru nokkar spurningar af mörgum sem ætlunin er að leita svara við á ráðstefnunni Bílar, fólk og framtíðin sem haldin verður í Hörpu fimmtudaginn 17. nóvember 2016.
Ráðstefnan er ætluð fagaðilum og áhugasömum sem tengjast bílgreininni almennt, samgöngumálum, sveitarfélögum og opinberum stofnunum.
Vista Expo stendur að framkvæmd ráðstefnunnar í samstarfi við Samgöngustofu og Vegagerðina. Aðrir samstarfsaðilar ráðstefnunnar eru Bílgreinasambandið, Innanríkisráðuneytið, Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Samtök atvinnulífsins. Fjöldi aðila mun verða með kynningu á þjónustu sinni og vörum á meðan á ráðstefnunni stendur.
Þetta er í fyrsta skipti sem tekið er á heildstæðan hátt á framtíð bílgreinarinnar, umhverfi hennar, umferðaröryggi, lagasetningu, innviðum og öðru sem málaflokkinn snertir. Þetta er einstök ráðstefna um byltingarkennda þróun bíltækninnar, með tilheyrandi áhrifum á vegakerfi og umferðaröryggi.
Markmiðið er að allir sem koma að umferð og umferðaröryggismálum hér á landi komi saman til að ræða þessa þróun og að hægt sé að marka vel skilgreinda stefnu.
Meðal fyrirlesara eru:
· Aled Williams, verkefnastjóri EuroNCAP
· Andreas Egense, frá dönsku Vegagerðinni
· Ferry Smith, formaður stjórnar EuroRAP
· Gunnar Haraldsson, hagfræðingur
· Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar
· Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri
· Tom Palmaerts, framtíðarrýnir
Heimasíða ráðstefnunnar er: www.bff.is en þar er hægt að skrá sig og nálgast nánari upplýsingar um ráðstefnuna, dagskrá hennar ofl.