Drög að frumvarpi til nýrra laga um leigubifreiðar

17.5.2019

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur kynnt til umsagnar drög að frumvarpi til nýrra laga um leigubifreiðar. Í samráðsgátt stjórnvalda kemur fram að markmiðið með frumvarpinu er að auka frelsi á leigubifreiðamarkaðnum og tryggja örugga og góða þjónustu fyrir neytendur auk þess að tryggja að íslenska ríkið standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Opið er fyrir umsagnir til 20. júní 2019.

Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.