Fyrirmæli til leigubílstjóra

3.4.2020

Embætti landlæknis, í samvinnu við Samgöngustofu, hefur gefið út fyrirmæli til leigubílstjóra vegna aksturs með farþega , farþega í sóttkví eða með mögulegt COVID-19 smit (en einkennalaus). Meðal fyrirmælanna er að:

  • Allir leigubílstjórar þurfa að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis til að mega flytja farþega.
  • Ekki verða gefnar út undanþágubeiðnir vegna aksturs með farþega.
  • Leigubílstjórar skulu gera ráð fyrir að þeir séu ávallt útsettir fyrir mögulegu COVID-19 smiti í akstri með farþega og skulu gera allt sem þeir geta til að verja sig og farþega sína fyrir mögulegu smiti.
  • Leigubílar eiga ekki að flytja veika farþega, það er farþega með einkenni COVID-19

Tilgangurinn er að tryggja áfram hina mikilvægu þjónustu leigubíla og verja bæði leigubílstjóra og farþega fyrir hugsanlegu smiti vegna COVID-19 faraldursins.

Fyrirmæli til leigubílstjóra vegna aksturs með farþega