Göngum í skólann 2021

notum virkan ferðamáta!

8.9.2021

Í dag var verkefnið Göngum í skólann sett í 15. sinn á Íslandi. Setningin fór fram í Norðlingaskóla og hafa nú þegar fjölmargir skólar skráð sig til leiks og auðvelt er að bætast í hópinn og skrá þátttöku hér.

Verkefnið er alþjóðlegt og er ætlað að hvetja nemendur og foreldra til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla, hvetja til aukinnar hreyfingar og fræða börn um ávinning þess.

Samhliða er kjörið tækifæri til að fræða og auka færni barna til að ferðast á öruggan hátt í skólann og kenna reglur um öryggi á göngu og á hjóli. Með því móti er hægt að draga verulega úr bílaumferð við skóla og stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál.

Að verkefninu standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Samgöngustofa og Landssamtökin Heimili og skóli.

I-QxJdhws-X4Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla og Viðar Garðarsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ setja verkefnið formlega þann 8. september 2021.

I-jh7Hhck-X4Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, ferðaðist á reiðhjóli úr Kópavoginum og hvatti nemendur og gesti til að velja öruggustu leiðina í og úr skóla og huga vel að öryggisbúnaði. Hann var að sjálfsögðu með reiðhjólahjálm.

I-ZqpZjDJ-X4Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hvatti nemendur til að vera virk í lífinu og vera dugleg að hreyfa sig og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra nemendum að segja ,,Göngum í skólann” á táknmáli sem vakti mikla lukku. 

DSC_0089Sirkus Íslands skemmti viðstöddum með tilheyrandi skemmtilegheitum áður en viðstaddir settu verkefnið formlega af stað með stuttri gönguferð.

Á vef verkefnisins má finna lista yfir skráða skóla, hugmyndir að skipulagi og tengingu við nám í skólanum, umferðarfræðsluefni, myndir, reynslusögur og myndbönd. Við hvetjum alla til að taka þátt.

Banner