Göngum í skólann og Hjólum í skólann hefjast 10.september

28.8.2014

Þann 10. september næstkomandi verður átökunum Göngum í skólann og Hjólum í skólann hleypt af stokkunum. Markmið átakanna er meðal annars að börn og unglingar tileinki sér virkan ferðamáta.

Göngum í skólann plakatGöngum í skólann er ætlað nemendum í grunnskólum landsins. Verkefnið verður sett miðvikudaginn 10. september og lýkur því formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 8. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Sjá nánar á www.gongumiskolann.is 


Hjólum í skólann plakat Hjólum í skólann er framhaldsskólakeppni og fer hún fram dagana 10.-16. september 2014 í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna. Markmiðið er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Keppt verður um að ná sem flestum þátttökudögum miðað við heildarfjölda nemenda og starfsfólks skólans og skiptir máli að fá sem flesta með einhverja daga. Opnað hefur verið fyrir skráningu á www.hjolumiskolann.is