Hefur þú kynnt þér „Mitt svæði” Samgöngustofu?
Samgöngustofa vill vekja athygli á því að einstaklingar og fyrirtæki geta nálgast upplýsingar um eigin ökutæki á Mínu svæði Samgöngustofu án endurgjalds.
Á svæðinu er meðal annars hægt að nálgast eigendaferil eigin ökutækja þar sem kemur fram hverjir hafa áður verið skráðir eigendur ökutækisins.
Á Mínu svæði geta notendur m.a.:
- Fengið yfirsýn yfir ökutæki í eigu og umráði notanda
- Keypt og selt ökutæki (eigendaskipti)
- Skráð umráðamann og meðeiganda
- Pantað nýtt skráningarskírteini
- Endurnýjað einkanúmer
- Fengið yfirsýn yfir rafræna reikninga
Öll ferli er hægt að klára á Mínu svæði auk þess sem hægt er að greiða umsýslugjöld með kreditkorti eða í gegnum heimabanka.