Jóladagatal 2021

1.12.2021

Joladagatal2021 Í dag hófst árlegt jóladagatal Samgöngustofu. Í þetta sinn er það í samstarfi við Leikhópinn Lottu og Sjónvarp Símans. Við fáum að fylgjast með Hurðaskelli og Skjóðu í fjársjóðsleit í 24 þáttum þar sem þau kenna börnunum umferðarreglurnar samhliða því að lenda í spaugilegum aðstæðum.

Það er tilvalið að skoða dagatalið með börnunum á vefnum eða á Sjónvarpi Símans á aðventunni. Endilega hjálpið okkur við að láta sem flesta vita svo að sem flest börn fái að njóta þessa skemmtilegu og gagnlegu þátta.