Jóladagatal fyrir börn

3.12.2015

Tilgangur dagatalsins er að rifja upp mikilvægar umferðarreglur sem hverju barni er nauðsynlegt að kunna. Alla daga fram að jólum birtist ný spurning sem grunnskólabörn geta svarað þegar þau opna jóladagatalið á slóðinni www.umferd.is

Með þátttöku komast nemendur í verðlaunapott en tveir heppnir þátttakendur eru dregnir út á hverjum degi og fá þeir senda Jólasyrpu frá Eddu útgáfu. Þátttakendur geta svo merkt svör sín með nafni bekkjar og skóla en þannig kemst bekkurinn í sérstakan bekkjarverðlaunapott. 

Í janúar verður svo einn heppinn bekkur dreginn út og hlýtur hann að launum pítsuveislu og DVD mynd. Nemendur og bekkir eru hvattir til að taka þátt í jóladagatalinu, sem er í senn skemmtilegt og fræðandi.