Leiðbeiningar til leigubílstjóra vegna COVID-19

20.3.2020

Samgöngustofa hefur, í samvinnu við sóttvarnarlækni og leigubílastöðvar, gefið út leiðbeiningar til leigubílstjóra vegna flutnings farþega, farþega í sóttkví eða með mögulegt COVID-19 smit en einkennalausir.  Tilgangur leiðbeininganna er að verja leigubílstjóra og farþega fyrir hugsanlegu smiti. Þar má finna skilyrði sem uppfylla þarf til að tryggja heilsufarslegt öryggi meðan smithætta varir. Leiðbeiningarnar ná til þeirra upplýsinga sem skiptiborð leigubílastöðvar þarf að afla, til smitgátar og þrifa bílsins og aðskilnaðar bílstjóra og farþega.

Leiðbeiningar til leigubílstjóra byggja á Leiðbeiningum til framlínustarfsmanna í atvinnulífinu sem gefnar eru út af sóttvarnarlækni og finna má á vef embættis landlæknis.