Höldum fókus hlaut Nexpo 2013 verðlaunin

17.2.2014

Vefverkefnið Höldum fókus sem Samgöngustofa hratt af stað sumarið 2013 í samstarfi við Símann og framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan hefur hlotið Nexpo 2013 verðlaunin í flokknum "Herferð ársins" en verðlaunaafhending var föstudaginn 14. febrúar. Markmið NEXPO er að hampa því sem vel er gert í vef- og markaðsgeiranum en í vali sínu á herferð ársins leitaði dómnefnd eftir herferð sem hefur allt í senn haft mikil áhrif, tekist vel upp og farið að megninu til fram á netmiðlum.

Áður hafði herferðin hlotið vefverðlaunin 2013 í flokknum "Besta markaðsherferð á netinu" þegar Samtök vefiðnaðarins veittu þau verðlaun en auk þess var Höldum fókus tilnefnt í flokknum „Frumlegasti vefurinn“. Herferðin hefur einnig verið tilnefnd til Íslensku auglýsingaverðlaunanna hjá Ímark en þau verða afhent 24. febrúar.

Með því að smella á www.holdumfokus.is má fara inn á síðuna en notandinn verður að vera með facebook aðgang og GSM síma við höndina. Tekið skal fram að enginn kostnaður fellur á notandann og upplýsingar um símanúmer og facebook aðgang eru hvergi vistaðar.

 

Með því að smella á www.holdumfokus.is má fara inn á síðuna en notandinn verður að vera með facebook aðgang og GSM síma við höndina. Tekið skal fram að enginn kostnaður fellur á notandann og upplýsingar um símanúmer og facebook aðgang eru hvergi vistaðar.