Tölfræði upplýsingar tengdar umferðarmálum í Evrópu

15.3.2013

Við athugun á þróun umferðaröryggismála hér á landi og mat á árangri er tölfræðilegur samanburður milli ára mikilvægur. Það er ekki síður brýnt að gerður sé samanburður við önnur lönd enda er markmið umferðaröryggisáætlunar stjórnvalda 2011 til 2022 m.a. það að fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100.000 íbúa verði ekki meiri en best gerist í heiminum. Þess skal getið að Ísland hefur á undanförnum árum verið meðal þeirra þjóða sem eru með lægstu tíðni látinna í umferðinni.

Hér má sjá (http://publicdata.eu/) upplýsingasíðu um tölfræði sem tengist m.a. umferðaröryggismálum landa innan Evrópusambandsins en hana má jafnframt finna á heimasíðu Umferðarstofu undir Umferðaröryggi/Tenglar

Mynd af umferð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði