Atvinnulífið ánægt með störf Umferðarstofu

4.10.2012

Umferðarstofa, ásamt lögreglunni og Vinnueftirliti ríkisins er meðal þeirra eftirlitsstofnanir á vegum opinberra aðila sem forsvarsmenn atvinnulífsins eru sáttastir við. Þetta kemur fram í skýrslu Samtaka atvinnulífsins um samkeppnislögin, framkvæmd þeirra og viðhorf atvinnulífsins. Félagsmenn í SA voru spurðir um afstöðu sína til eftirlitsaðila.

Fyrir utan óánægju með nokkrar stofnanir kemur fram, að þeim mun matskenndari og óljósari sem lög, reglur og heimildir eru, þeim mun meiri er óánægjan. Spurt var um afstöðu til 20 eftirlitsstofnana á vegum opinberra aðila. Í skýrslunni, sem er um 30 bls. á lengd, er fjallað á ítarlegan hátt um ýmsar hliðar samkeppnislaganna, s.s. bannákvæði, samrunaákvæði, inngrip í skipulag fyrirtækja og margt fleira.

Samsett mynd: Umferðarstofa til vinstri og úr afgreiðslu Umferðarstofu til hægri