Öfugþróun í umferðinni

Það er undir ökumönnum sjálfum komið að snúa þessari þróun til betri vegar

9.12.2016

Eftir mikla fækkun umferðarslysa vegna ölvunaraksturs undanfarin ár fjölgaði þeim aftur í ár. Ef fram fer sem horfir munu þrisvar sinnum fleiri slasast í umferðinni af völdum ökumanna undir áhrifum en í fyrra. Hér má lesa frétt um þessa óheillaþróun sem við verðum að snúa við. Hér má einnig sjá auglýsingu sem varpar ljósi á undarlegt viðhorf til þess að aka eftir neyslu áfengis. Það er rétt að benda á að það er undir ökumönnum sjálfum komið að snúa þessari þróun til betri vegar.