Ökumaður ákærður

6.10.2014

"Stuttu eftir miðnætti aðfaranótt 4. mars árið 2012 varð skelfilegt bílslys í Hafnarfirði, við Reykjanesbraut, með þeim afleiðingum að bifreið varð rústir einar og tveir af fimm farþegum voru fluttir alvarlega slasaðir á gjörgæsludeild."

Þetta kemur fram í frétt á dv.is en þar segir jafnframt að ökumaður bílsins, karlmaður á fertugsaldri, hafi verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir hegningar- og umferðarlagabrot. "Í ákæru kemur fram að ökumaður hafi bæði verið ölvaður og ók á um það bil 178 kílómetra hraða þegar hann missti stjórn á bílnum. Einn farþega sem sat í aftursæti er varanlega lamaður eftir gáleysi ökumannsins." Hér má nálgast fréttina á dv.is http://www.dv.is/frettir/2014/10/6/stofnadi-farthegum-i-augljosan-haska/.