Réttindanám leyfishafa í fólks- og farmflutningum

27.2.2017

Dagana 6. - 11. mars nk. mun Samgöngustofa standa fyrir námskeiði fyrir leyfishafa fólks- og farmflutninga. Námskeiðið fer fram í Ökuskólanum í Mjódd og er haldið með vísun til laga nr. 73/2001 . Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi 3. mars nk. til Ökuskólans í Mjódd í síma 567-0300 eða með því að senda tölvupóst á mjodd@bilprof.is.