Samningur um framkvæmd ökuprófa

1.3.2017

Í dag var undirritaður samningur um framkvæmd ökuprófa til næstu fimm ára. Var hann gerður á milli Samgöngustofu og Frumherja hf., að undangengnu útboði á Evrópska efnahagssvæðinu.

Frumherji hefur annast þessa framkvæmd í umboði Samgöngustofu undanfarin ár. Nýr samningur tekur gildi frá og með 1. júní n.k.

Undirskrift-SGS-Frumherji-01032017 Orri Vignir Hlöðversson framkvæmdastjóri Frumherja og Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu undirrituðu samninginn.