Samningur um framkvæmd ökuprófa

3.3.2023

Undirritaður hefur verið nýr samningur Samgöngustofu og Frumherja  um framkvæmd ökuprófa. Samningurinn er til þriggja ára, gerður í kjölfar útboðs þar sem Ríkiskaup, fyrir hönd Samgöngustofu, óskuðu eftir tilboðum í umsjón og utanumhald á framkvæmd skriflegra og verklegra ökuprófa á landinu öllu. Eina tilboðið sem barst var frá Frumherja.