Uppfærð gjaldskrá Samgöngustofu

18.3.2020

Gjaldskrá Samgöngustofu hefur verið uppfærð í samræmi við auglýsingu samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins.

Um er að ræða breytingar sem byggja á lífskjarasamningi aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar (um hækkun upp á 2,5%). Nokkrir gjaldaliðir hafa um leið verið uppfærðir, sem ýmist voru ekki nýttir eða vegna reglugerðarbreytinga sem kölluðu á aðlögun gjaldskrár.

Gjaldskrá Samgöngustofu