Vetrarhjólbarðar og notkun nagladekkja

Hér má sjá nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi hjólbarða áður en vetur skellur á  

30.9.2015

Það er mikilvægt að hjólbarðar séu góðir heilsárs- eða vetrarhjólbarðar með gripgóðu mynstri, réttum loftþrýstingi og að þeir hæfi aðstæðum.

Söluaðilum er skylt að hafa á nýjum hjólbörðum merkingar sem sýna niðurstöður staðlaðra prófana á, í fyrsta lagi eldsneytiseyðslu sem mæld er við notkun hjólbarðanna í öðru lagi veggripi í bleytu og í þriðja lagi hávaða sem stafar af þeim  og mældur er í decibelum.

Með því að tjöruhreinsa dekk reglulega yfir vetrartímann eykst veggrip þeirra mikið. Tjaran myndar hála húð á mynstri hjólbarðanna sem mikilvægt er að hreinsa af. Gæta skal þess að nota vistvæn efni við hreinsunina.

Nagladekk eru bönnuð frá 15. apríl til 31. október nema aðstæður gefi tilefni til annars. Vakin er athygli á því að á tímabilinu 1. nóvember til 14. apríl skal mynstursdýpt hjólbarða vera a.m.k. 3 mm.

https://youtu.be/oBArJksGgnI