Persónuverndarstefna Samgöngustofu

Samgöngustofa fer með og verndar allar persónuupplýsingar í samræmi við gildandi lög og reglur hverju sinni

Vinnsla persónuupplýsinga hjá Samgöngustofu fer fram vegna lögbundins hlutverks stofnunarinnar skv. lögum nr. 119/2012 um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

Samgöngustofa safnar og vistar nauðsynlegar persónuupplýsingar sem stofnuninni berast vegna umsókna, eftirlits og leyfisveitinga á sviði flugmála, siglingamála og umferðarmála. 

Samgöngustofa fer með og verndar allar persónuupplýsingar í samræmi við gildandi lög og reglur hverju sinni. 

Starfsfólk Samgöngustofu gætir þess í hvívetna að öll vinnsla með persónuupplýsingar sé sanngjörn,  lögmæt og áreiðanleg og að öryggi upplýsinga sé tryggt.

Netfang persónuverndarfulltrúa Samgöngustofu er personuvernd@samgongustofa.is.


Var efnið hjálplegt? Nei