Hönnunarstaðall

Í júní 2022 var kynnt ný framtíðarstefna Samgöngustofu og samhliða nýrri stefnu fær Samgöngustofa nýja ásýnd og nýtt merki. Í nýju merki Samgöngustofu rennur þrískipting Samgöngustofu (sigling, umferð og flug) saman í eina sjónræna sterka heild sem myndar bókstafinn S. Litirnir eru nútímalegir, ferskir og afgerandi. Nýja útlitið hentar vel í öllu stafrænu efni enda hefur áhersla á stafræna miðlun aukist á undanförnum árum. 

SGS-merkiat2x-landscisl-vefur

Lögð er áhersla á að við þurfum að vera samferða í þeirri vegferð okkar að gera samgöngur á Íslandi öruggari og umhverfisvænni, hvort sem við ferðumst í lofti, á láði eða legi. Hvort sem við keyrum, fljúgum, siglum, hjólum, notum rafskútur, bíla, flugvélar eða skip, þá eigum við öll samleið í því að sækjast eftir metnaðarfullum markmiðum hvað öryggi varðar.

Alla hönnun, lógó og annað má nálgast á sérstökkum hönnunarvef honnun.samgongustofa.is.Var efnið hjálplegt? Nei