Sjónvarpsauglýsingar

Samgöngustofa (áður Umferðarstofa) hefur í gegnum tíðina látið framleiða sjónvarpsauglýsingar sem ýta undir ábyrga hegðun í umferðinni 

Úrslit í keppni um hrað-spenntasta stjórnmálamanninn

Nú liggur það loks fyrir hvers vegna forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi sátu í bílsæti víðsvegar um höfuðborgina umkringdir kvikmyndavélum og tímavörðum. Hér má sjá myndband frá þessari stórskemmtilegu uppákomu en Bjarni (Sjálfstæðisflokkur), Sigmundur Davíð (Framsóknarflokkur), Katrín (Vinstri hreyfingin, grænt framboð), Guðmundur (Björt framtíð) og Helgi Hrafn (Píratar) kepptu í því hvert þeirra væri fljótast að spenna á sig bílbelti. Stysti tíminn var 1,36 og sá lengsti 2,8 sekúndur sem sýnir að það tekur enga stund að spenna á sig beltið en sú ákvörðun getur skipt sköpum. Allir sem spenna á sig bílbeltið eru hinir einu sönnu sigurvegarar.

Það getur borgað sig að vera í sigurliðinu. Þessum sekúndum er vel varið þegar þær geta bjargað lífi þínu? Spennum beltin - ALLTAF.

Bílbeltaáskorun

Englar - I think of Angels (2011)

Hér má sjá auglýsingu sem Umferðarstofa lét gera við lagið „I think of Angels“  eftir KK  - Kristján Kristjánsson tónlistarmann. Í auglýsingunni  kemur fram að á 10 árum létust 84 einstaklingar í umferðarslysum sem rekja má til þess að ekið var of hratt. Hugmyndasmiðurinn að baki auglýsingunni er Bjarney Hinriksdóttir, grafískur hönnuður hjá auglýsingastofunni Hvíta húsið en Sammi og Gunni hjá True North önnuðust leikstjórn.

Angels

2009 - Notum bílbeltin - alltaf

Það eru margir sem halda að það sé allt í lagi að sleppa því að setja á sig öryggisbelti ef ökuhraðinn er lítill og vegalengdin stutt. Auglýsingarnar „Notum bílbeltin - alltaf" gera raunhæfan samanburð á því sem gerist við árekstur án öryggisbeltis og afleiðingum þess að falla til jarðar úr mismikilli hæð og lenda á jörðinni á 7, 20, 30 og 55 km hraða án öryggisbúnaðar. Umferðarstofa lét framleiða auglýsingarnar í samstarfi við tryggingarfélagið VÍS. Auglýsingastofan Hvíta Húsið vann hugmyndavinnu og hönnun en Filmus sá um framleiðslu.

Notum bílbeltin alltaf (2)

Notum bílbelti alltaf - 30 km

Notum bílbelti alltaf - 55 km

2008 - Fyrirgefðu - ég sá þig ekki

Auglýsingaherferðin „Fyrirgefðu ég sá þig ekki" er til að vekja bílstjóra til vitundar um mikilvægi þess að þeir hafi fulla athygli við aksturinn og gái að minnsta kosti tvisvar á gatnamótum hvort nokkur hætta sé á því að þeir aki í veg fyrir bifhjól. Það er mun erfiðara að greina fjarlægð og hraða bifhjóla en stærri ökutækja og ein algeng orsök alvarlegra umferðarslysa er að bílstjórar aka í veg fyrir bifhjól. Auglýsingastofan Hvíta húsið vann hugmynd auglýsingarinnar en framleiðslufyrirtækið Republik sá um framleiðslu.

Fyrirgefðu - ég sá þig ekki

2007 - Hraðinn drepur - í alvörunni

Herferðinni er ætlað að vekja ökumenn til umhugsunar um ábyrgð sína í umferðinni þannig að þeir geri sér grein fyrir því að í raunveruleikanum er ekki hægt að hverfa frá misgjörðum sínum með því að ýta á „enter" eða velja „replay" til að byrja leikinn aftur fullfrískur og fjörugur. Auglýsingastofan Hvíta húsið annaðist hugmyndavinnu en gerð teiknimyndarinnar var í höndum „I love Dust" fyrirtækisins í Bretlandi.

Hraðinn drepur - í alvörunni


Bara einn

Ætli einhverjum finnist í lagi að kennari, flugumferðarstjóri, tannlæknir eða kranastjóri neyti áfengis við vinnu sína með alla þá ábyrgð sem því fylgir? Án efa finnst það fáum ef einhverjum. Þrátt fyrir það eru u.þ.b. 50 þúsund Íslendingar þeirrar skoðunar að það sé í lagi að keyra eftir að hafa neytt eins áfengs drykks. Í þessari auglýsingaherferð er verið að vekja ökumenn til umhugsunar um alvarleika þess að aka undir áhrifum áfengis – jafnvel þótt aðeins hafi verið dreypt á einu glasi. Það er undirstrikað að ábyrgð ökumanns er síður minni en flugumferðarstjórans og það ættu ökumenn að hafa í huga þegar þeir velta því fyrir sér hvort það sé í lagi að stjórna ökutæki eftir neyslu áfengis. Auglýsingin var unnin í samstarfi við Vínbúðina. Auglýsingastofan Hvíta húsið sá um hugmyndavinnuna en Sagafilm annaðist framleiðslu.

https://youtu.be/h0ADj88zx-0Var efnið hjálplegt? Nei