Bílar og bifhjól

Mikilvægt er að bílstjórar taki tillit til þess að bifhjólamenn eru vaxandi hluti vegfarenda og þeir hafa sama rétt í umferðinni og aðrir

Hafa skal í huga að bifhjól sjást ekki eins vel og bílar. Þau eru smærri, það er erfiðara að gera sér grein fyrir hraða þeirra og þau sýnast oft fjær en raun ber vitni. Því skal ökumaður jafnan gá tvisvar áður en ekið er af stað á gatnamótum. Ekki skal aka af stað fyrr en tryggt er að það sé óhætt.

Gefa skal stefnuljós tímanlega þegar skipt er um akrein. Bifhjól getur leynst við hlið bíls eða rétt fyrir aftan hann og því töluverðar líkur á að það sjáist ekki í hliðarspeglinum.

Varast skal að fara í hlutverk sjálfskipaðrar lögreglu þótt akstursmáti vegfaranda ergi, óháð því hvort viðkomandi er á mótorhjóli eða bíl.

Í þessu myndbandi er fjallað um þær hættur sem geta skapast í umferðinni milli bifhjóla og bíla og önnur atriði sem gott er fyrir bifhjólamenn að hafa í huga. 

Tengill á myndband þar sem fjallað er um þær hættur sem geta skapast í umferðinni milli bifhjóla og bíla

Var efnið hjálplegt? Nei