Gæludýr í bíl

Séu gæludýr laus í bíl getur skapast mikil hætta fyrir þau sjálf og aðra í bílnum

Við árekstur margfaldast höggþungi þeirra auk þess sem þau geta truflað ökumann komi t.d. styggð á þau og þar með aukið líkur á árekstri. Því er mikilvægt að nota ávallt viðeigandi öryggisbúnað fyrir gæludýr í bíl.

Öryggisbúnaður fyrir minni dýr

Þegar ferðast er með smærri dýr ber að nota eftirfarandi búnað:

  • Ferðabúr fyrir smáhunda, ketti eða önnur smærri dýr

  • Stærð búrsins verður að henta gæludýrinu

  • Búrið ber að skorða vel í bílnum á gólfi, í skotti skutbíla eða spenna í belti

Öryggisbúnaður fyrir stærri dýr

Þegar ferðast er með stærri dýr, skal hafa eftirfarandi í huga:

  • Hægt er að nota ferðabúr fyrir stærri dýr.

  • Mikilvægt að búrið sé sterkt og þoli álag sem getur orðið við árekstur eða bílveltu.

  • Búrið ber að skorða vel í bílnum.

  • Til eru öryggisbelti ætluð hundum, henta meðalstórum og stórum hundum.

  • Festa má beltin við bílbelti bílsins eða í skotti skutbíla.

Þessar ráðstafanir sem hér eru nefndar eru ekki hvað síst til að verja og vernda dýrin sjálf og mikilvægt er að venja þau snemma við notkun viðeigandi öryggisbúnaðar.

Hér er meðal annars fjallað um hvaða ráðstafanir sé hægt að gera til að tryggja sem best öryggi gæludýra í bílum. 

Dulin drápstól