Tannhjólaaðferðin

Oft verða tafir og umferðarteppur sem auðvelt er að losa með tillitsemi og svonefndri tannhjólaaðferð

Aðferðina er kjörið að nota þar sem tvær akbrautir koma saman og mikil umferð á aðalæð kemur í veg fyrir að umferð á aðliggjandi braut kemst inn á.

Aðferðin gengur út á það að ökumenn sem eiga forgang hleypa hver einum bíl inn á brautina af aðliggjandi vegi. Með þessari einföldu leið eykst flæði umferðar margfalt.

  Tannhjólaaðferðin