Framhaldsskólar

Undanfarin ár hefur verið unnið að útgáfu á námsefni sem ætlað er til kennslu í framhaldsskólum landsins

Námsefnið, sem hlotið hefur nafnið Svo kom það fyrir mig, samanstendur af nokkrum DVD myndum og einum CD disk sem inniheldur kennsluleiðbeiningar og verkefni. Framhaldsskólar geta nýtt sér efnið m.a. í lífsleikni.

Markmið námsefnisins er fyrst og fremst það að gera ungmennum ljóst hverjar afleiðingarnar geta orðið þegar hættulegar hugdettur eru látnar ráða för í umferðinni. Flest umferðarslys verða af völdum rangra ákvarðana eða áhættuhegðunar sem margir kannast við. 

Ungt fólk, sem nýlega hefur tekið bílpróf, stendur oft á tíðum frammi fyrir freistingum sem m.a. felast í því að aka of hratt eða eftir neyslu áfengis. Afleiðingar slíkra ákvarðana geta verið skelfilegar. Ofmat á eigin hæfni og trú á eigin ódauðleika virðast fylgja mörgum okkar, sérstaklega á unga aldri. 

Námsefnið er hentugt og þægilegt og ætti að koma að góðum notum í forvörnum framhaldskólanna. Námsefnið fá framhaldsskólar sér að kostnaðarlausu og er aðgengilegt hér á www.umferd.is

Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á fraedsla@samgongustofa.is


Var efnið hjálplegt? Nei