Grunnskólar

Námsefnið okkar og kennsluleiðbeiningar er á vefnum www.umferd.is 

Vefurinn skiptist í þrjá hluta: Sá fyrsti er ætlaður fyrir nemendur, annar er ætlaður fyrir kennara og sá þriðji fjallar um öryggi og umferðaröryggis-áætlun skóla. Umferðarvefnum er ætlað að safna saman tiltækum kennslugögnum og gefa þeim sem áhuga hafa hugmyndir um hvernig hægt sé að vinna með umferðina. 

Sérfræðingar frá Samgöngustofu eru til ráðgjafar um markmið og leiðir í umferðarfræðslu og veita forvarnir og fræðslu til allra grunnskóla á landinu sem þess óska.

Samgöngustofa hefur verið í sérstöku samstarfi við sveitarfélög að undanförnu með það að markmiði að taka höndum saman og efla umferðaröryggi í sveitarfélögunum í gegnum grunnskólana. 

Skólaárið 2018-2019 var Samgöngustofa í samstarfi við Hveragerði og Garðabæ.

Skólaárið 2019-2020 er Samgöngustofa í samstarfi við Hafnarfjörð og Grindavík.

Oryggisaaetlun-gatlisti-vefur_1569941416886

Gátlisti til prentunar. Hentugt að hengja upp á vegg svo allir sjái. 


Var efnið hjálplegt? Nei