Grunnskólar

Sérfræðingar frá Samgöngustofu eru til ráðgjafar um markmið og leiðir í umferðarfræðslu og veita forvarnir og fræðslu til allra grunnskóla á landinu sem þess óska. 

Námsefnið okkar og kennsluleiðbeiningar er á vefnum www.umferd.is 
Vefurinn skiptist í þrjá hluta: Sá fyrsti er ætlaður fyrir nemendur, annar er ætlaður fyrir kennara og sá þriðji fjallar um öryggi og umferðaröryggis-áætlun skóla. Umferðarvefnum er ætlað að safna saman tiltækum kennslugögnum og gefa þeim sem áhuga hafa hugmyndir um hvernig hægt sé að vinna með umferðina. 

Í ár erum við í sérstöku samstarfi við tvö sveitarfélög, Hveragerði og Garðabæ, sem felst í því að taka höndum saman og efla umferðaröryggi í sveitarfélaginu í gegnum grunnskólana. Þar erum við með þrjá tengiliði við grunnskólana í Garðabæ og einn í Hveragerði. 


Var efnið hjálplegt? Nei