Leikskólar

Á hverju vori starfrækir Samgöngustofa umferðarskóla fyrir elsta hóp leikskólabarna

Umferðarskóli 

Samgöngustofa hefur haldið úti umferðarskóla fyrir elsta hóp leikskólabarna að vori. Í Kópavogi fer umferðarskólinn fram í frístund í ágúst með nemendum sem eru að byrja í 1. bekk. Margir leikskólar á landsbyggðinni hafa gert umferðarskólann að sínum og jafnvel boðið lögreglunni á staðnum í heimsókn og unnið þetta með henni.

Í umferðarskólanum er m.a. fjallað um öryggi barna í bílum, hvernig fara eigi yfir götu og hvar öruggast sé að hjóla og leika sér úti. Þá er reiðhjólahjálmur skoðaður og börnunum kennt að stilla hann rétt á höfði.

Sjá nánar um umferðarskólann hér.

Myndbönd

Í umferðarskólanum horfa nemendur m.a. á valin myndbönd sem unnin voru í samstarfi við KrakkaRÚV. Þar má sjá Erlen, umferðarsnilling, sem er úti í umferðinni og kannar hvaða reglur krakkar og reyndar fullorðnir líka, þurfa að kunna til að vera örugg í umferðinni.

Krakkarnir í Kátugötu

Öllum leikskólum landsins stendur til boða námsefni sem tengt er krökkunum í Kátugötu.

Gátlisti

Oryggisaaetlun-gatlisti-vefur_1569941416886

Gátlisti til prentunar. Hentugt að hengja upp á vegg svo allir sjái. 

Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á fraedsla@samgongustofa.is

Mynd úr bókunum um Kátugötu: barn og foreldri bíða eftir grænu ljósi á umferðargötu


Var efnið hjálplegt? Nei