Leikskólar

Á hverju vori starfrækir Samgöngustofa umferðarskóla fyrir elsta hóp leikskólabarna

Umferðarskólinn felst í heimsókn á leikskóla þar sem reyndir kennarar í umferðarfræðslu sjá um að fræða börnin um umferðina og umferðartengda hegðun.  

Í Umferðarskólanum er m.a. fjallað um öryggi barna í bílum, hvernig fara eigi yfir götu og hvar öruggast sé að hjóla og leika sér úti. Þá er reiðhjólahjálmur skoðaður og börnunum kennt að stilla hann rétt á höfði. 

Í lok heimsóknarinnar horfa nemendur á valin myndbönd en í samstarfi við KrakkaRÚV hafa verið unnin átta stutt myndbönd þar sem Erlen, umferðarsnillingur er úti í umferðinni og kannar hvaða reglur krakkar og reyndar fullorðnir líka, þurfa að kunna til að vera örugg í umferðinni. Áður en skólinn kveður fá öll börn litabók að gjöf.

Námsefni fyrir leikskóla

Öllum leikskólum landsins stendur til boða námsefni sem tengt er krökkunum í Kátugötu.

Eftirfarandi efni er í boði:

  • Tvær stórar flettibækur um krakkana í Kátugötu

  • Geisladiskur

  • Innipúkabrúða sem nýta má í umferðarkennslunni í leikskólanum

Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á fraedsla@samgongustofa.is.

Mynd úr bókunum um Kátugötu: barn og foreldri bíða eftir grænu ljósi á umferðargötu


Var efnið hjálplegt? Nei