Ungir vegfarendur

Skipulögð umferðarfræðsla fyrir börn á leikskólaaldri hófst árið 1967

Í upphafi var umferðarfræðslan skipulögð af Umferðarnefnd Reykjavíkur í samvinnu við lögreglustjóraembættið í Reykjavík og Umferðardeild borgarverkfræðings.

Árið 1968 hóf bréfaskólinn Ungir vegfarendur göngu sína en hann hefur verið starfræktur síðan við góðan orðstír. Bréfaskólinn felur í sér að öll börn á aldrinum 3-6 ára fá fræðsluefni sent heim til sín. Námsefnið er mjög fjölbreytt en m.a. fá börnin bækur, spil og hljóðbækur.

Ungir vegfarendur í dag

Árið 2003 hófst endurnýjun á námsefni Bréfaskólans með útgáfu bókaflokksins um krakkana í Kátugötu en endurnýjun námsefnisins lauk árið 2007. Bækurnar um krakkana í Kátugötu eru átta talsins. Höfundar bókanna eru þau Sigrún Edda Björnsdóttir rithöfundur og Jean Posocco teiknari. Samgöngustofa og sveitarfélögin í landinu bjóða börnum, foreldrum og öðrum forráðamönnum þeirra þessa umferðarfræðslu endurgjaldslaust.


Var efnið hjálplegt? Nei