Bílbeltanotkun á meðgöngu

- mikilvæg öryggisatriði

Öryggisbelti er án efa einn mikilvægasti öryggisbúnaður bifreiða. Beltin eiga að liggja þétt að líkamanum og gæta þarf þess að þau séu ekki snúin, laus eða slitin. 

Beltið sem liggur yfir öxlina má hvorki setja undir handlegginn né aftur fyrir bak. Kviðbeltið skal liggja yfir mjöðmina en ekki yfir magann. Það er sérstaklega mikilvægt að þungaðar konur gæti að þessu. 

Í flestum bílum er hægt að stilla hæð beltisins og skiptir máli að stilla hana þannig að beltið falli þægilega að öxlinni við hálsinn. Gæta verður að því að halla ekki sætum um of aftur því þá er hætt við að öryggisbeltin virki ekki sem skyldi. Jafn mikilvægt er að nota öryggisbelti í aftursætum eins og í framsæti, í hópferðabílum og leigubílum. 

Fræðslumynd - öryggisbúnaður bíla - öryggisbelti

Fraedslumynd

Mynd-fra-www.qld.gov.au_

Mynd-fra-www.qld.gov.au_-2-


Öryggisbúnaður barna í bíl

Eftir fæðingu þarf að gæta þess að barnið sé í viðeigandi öryggisbúnaði í bílnum. Þegar valinn er öryggisbúnaður er mikilvægt að gefa sér góðan tíma, skoða heimasíður og kynna sér úrval verslana. Búnaðurinn þarf bæði að passa barninu og bílnum. 

Í fræðsluefni á vef Samgöngustofu kemur fram að öruggara er að hafa barn yngra en þriggja ára í bakvísandi barnabílstól þar sem höfuð þess er hlutfallslega stórt og þungt og hálsliðir þess ekki fullþroskaðir. Með því að nota bakvísandi barnabílstól eru minni líkur á alvarlegum áverkum á mænu og heila. Hægt er að fá upplýsingar á heimasíðum framleiðenda um hvort búnaðurinn passi í tiltekinn bíl eða í bæklingi sem fylgir honum. Þegar öryggisbúnaður er festur í bíl er nauðsynlegt að það sé gert á réttan hátt.

Einblöðungar á 6 tungumálum (tilvaldir til útprentunar):


Aðrir bæklingar:


Frekari upplýsingar veita:

Mæðravernd Heilsugæslunnar
Ung- og smábarnavernd Heilsugæslunnar
Öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu


Var efnið hjálplegt? Nei