Öryggispúði/loftpúði
Í öllum nýjustu bílunum eru öryggispúðar/loftpúðar við framsæti og eru þeir að stærð og afli miðaðir við fullvaxta fólk.
Börn undir 150 cm eiga ekki að sitja gegnt loftpúða
Barn sem ekki hefur náð 150 cm má ekki vera farþegi í framsæti bifreiðar sem búin er öryggispúða nema að púðinn hafi verið gerður óvirkur. Þessi regla á við þótt barnið sé í barnabílstól en öll börn undir 135 cm eiga að vera í barnabílstól - hvar sem þau sitja í bílnum.Loftpúði gerður óvirkur
Ef nauðsynlegt er að vera með barnið í framsæti verður undantekningalaust að gera púðann óvirkan. Í sumum tilfellum getur ökumaður sjálfur gert hann óvirkan með lykli en mikilvægt er að fara vel eftir leiðbeiningum bílsins og í einhverjum tilfellum þarf að fara á verkstæði til að aftengja púðann. Bílumboð geta gefið upplýsingar um þetta.
Mjög mikilvægt
er hinsvegar að loftpúðinn sé gerður virkur á ný þegar fullorðinn
einstaklingur situr gegnt honum.
Höggið sem öryggispúðinn gefur þegar hann springur út getur verið mjög hættulegur barni þótt hann veiti fullorðnum öryggi.