Umferðaröryggisáætlun

Umferðaröryggisáætlun hefur frá árinu 2005 verið hluti af samgönguáætlun 

Áætluninni er tileinkað fjármagn til framkvæmda og aðgerða í þágu aukins umferðaröryggis og bættrar umferðarmenningar.

Fyrsta fjögurra ára samgönguáætlunin sem innihélt umferðaröryggisáætlun var áætlunin 2005-2008 en fyrst 12 ára umferðaröryggisáætlunin er áætlunin 2011-2022.

Hér má finna samgönguáætlunina.

Yfirmarkmið áætlunarinnar eru samhljómandi við markmið fyrr ára. Þau eru:

 • Að fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100.000 íbúa verði ekki meiri en best gerist í heiminum árið 2022

 • Að fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni lækki um 5% á ári til ársins 2022

Töluleg yfirmarkmið


Hámarksfjöldi látinna og alvarlega slasaðra
(2006-2010) 201,2
2011 191
2012 182
2013 173
2014 164
2015 156
2016 148
2017 141
2018 133
2019 127
2020 120
2021 114
2022 109

Til að ná þessum yfirmarkmiðum hafa verið sett fram 11 undirmarkmið. Þau eru:

 • Banaslysum og alvarlegum slysum á börnum, 14 ára og yngri, skal útrýmt fyrir árið 2022
 • Banaslysum sem rekja má til vanrækslu á notkun öryggisbelta verði útrýmt
 • Slysum vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs fækki árlega um 5%
 • Meðalökuhraði að sumarlagi á þjóðvegum þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. haldist innan við 95 km/klst
 • Aðild ungra ökumanna, 17-20 ára, að umferðarslysum minnki árlega um 5%
 • Alvarlega slösuðum og látnum í bifhjólaslysum fækki árlega um 5%
 • Slysum á óvörðum vegfarendum (gangandi og hjólandi) fækki árlega um 5%
 • Slösuðum útlendingum fækki árlega um 5%
 • Slysum og óhöppum vegna útafaksturs fækki árlega um 5%
 • Slysum og óhöppum vegna ónógs bils á milli bíla fækki árlega um 5%
 • Slysum og óhöppum vegna hliðarárekstra fækki árlega um 5%
 • Töluleg markmið um hámarksfjölda

Grunngildi þessara mælikvarða eru meðaltal áranna 2006-2010. Töluleg markmið um hámarksfjölda einstakra ára má sjá hér:


Látin og alvarlega slösuð börn Dauðsföll vegna beltaleysis Slys v/ölvunar- og fíkniefnaaksturs Meðalökuhraði að sumarlagi á þjóðvegum Umferðarslys með aðild 17-20 ára
2006-2010 17,2 4,6 64 94,2 308
2011 16 4 61 94,9 293
2012 14 4 58 94,9 278
2013 13 3 55 94,9 264
2014 11 3 52 94,9 251
2015 10 3 50 94,9 238
2016 9 2 47 94,9 226
2017 7 2 45 94,9 215
2018 6 2 42 94,9 204
2019 4 1 40 94,9 194
2020 3 1 38 94,9 184
2021 1 0 36 94,9 175
2022 0 0 35 94,9 166


Alvarlega slasaðir og
látnir bifhjólamenn
Slasaðir óvarðirveg-farendur Slasaðir útlendingar Slys vegna útafaksturs Slys vegna ónógs bils á milli bíla Slys vegna hliðaráreksturs
2006-2010 32,6 155 172,4 255 44,8 195
2011 31 147 164 242 43 185
2012 29 140 156 230 40 176
2013 28 133 148 219 38 167
2014 27 126 140 208 36 159
2015 25 120 133 197 35 151
2016 24 114 127 187 33 143
2017 23 108 120 178 31 136
2018 22 103 114 169 30 129
2019 21 98 109 161 28 123
2020 20 93 103 153 27 117
2021 19 88 98 145 25 111
2022 18 84 93 138 24 105

Var efnið hjálplegt? Nei