Umferðaröryggisáætlun sveitarfélaga

Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga miða að því að auka vitund um umferðaröryggismál meðal forráðamanna sveitarfélaga og almennings 

Í því felst að greina stöðuna, finna slysstaði, setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun.

Undanfarin ár hafa sveitarfélög verið sérstaklega hvött til að gera áætlun um umferðaröryggi. Starfsmenn verkfræðistofunnar Mannvits tóku árið 2010 saman leiðbeiningar um gerð umferðaröryggisáætlana fyrir sveitarfélög.

Verkið var unnið í nánu samstarfi við Umferðarstofu og Vegagerðina auk þess sem samráð var haft við Samband íslenskra sveitarfélaga. Tilgangur leiðbeininganna er að útbúa ramma fyrir sveitarfélög sem nýtist þeim við vinnslu umferðaröryggisáætlana. Vinnuferlinu er lýst og gefnar upplýsingar um helstu áhersluatriði.

Markmið með leiðbeiningunum um umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga er að til sé grunnur að samræmdum og markvissum vinnubrögðum sveitarfélaga og að þannig sé stuðlað að skilvirkari forgangsröðun verkefna í umferðaröryggismálum.

Hér að neðan má sjá umferðaröryggisáætlanir þeirra sveitarfélaga sem lokið hafa vinnu sinni.

 

 

 

 

 


Var efnið hjálplegt? Nei