Atvinnuleyfi

Áður forfallabílstjóri/harkari

Einstaklingar sem vilja keyra leigubíl í eigu eða umráðum rekstrarleyfishafa þurfa til þess atvinnuleyfi frá Samgöngustofu. Atvinnuleyfið gildir í fimm ár. 

Umsókn um atvinnuleyfi til leigubifreiðaaksturs 

Skilyrði atvinnuleyfis 

 • 21 árs aldur
 • Ökuréttindi:
  - Almenn ökuréttindi í minnst þrjú ár (almennt bílpróf, B-réttindi)
  - Réttindi til að aksturs í atvinnuskyni (B-far)
 • Námskeið fyrir atvinnuleyfishafa um leigubifreiðaakstur og hafa staðist próf
 • Gott orðspor, það er að umsækjandi hafi ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi (sakavottorð)
 • Atvinnuleyfi innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES)

Fylgigögn

 • Afrit af ökuskírteini (báðar hliðar)
 • Sakavottorð: Samgöngustofa aflar upplýsinga úr sakaskrá
 • Nýleg rafræn mynd í leyfisskírteini
 • Afrit af gildum persónuskilríkjum sem staðfesta ríkisfang innan Evrópska efnahagssvæðisins (t.d. ökuskírteini eða vegabréf)
 • Einstaklingar sem eru með ríkisfang utan Evrópska efnahagssvæðisins skulu framvísa dvalar- og atvinnuleyfi.

Kostnaður

Greiðsla fyrir leyfi fer eftir gjaldskrá Samgöngustofu og er kr. 6.306. Vinsamlegast greiðið inn á reikning 515-26-210867, kt: 540513-1040. Staðfestingu á greiðslu er hægt að senda inn með rafrænni umsókn eða með tölvupósti á netfangið leyfisveitingar@samgongustofa.is.

Athugið að kostnað við námskeið og vottorð þarf að nálgast hjá viðeigandi aðilum.

Námskeið

Ökuskólinn í Mjódd býður upp á námskeið fyrir þá sem vilja sækja um leyfi vegna leigubifreiðaaksturs.

Spurningar?

Svör við helstu spurningum um leyfi til leigubifreiðaaksturs má finna hér.
Hægt er að senda fyrirspurnir á leyfisveitingar@samgongustofa.is ef einhverjar frekari spurningar vakna.

Lög og reglur

Afgreiðsla og útgáfa leyfa eru í samræmi við lög um leigubifreiðaakstur nr. 120/2022 sem tóku gildi 1. apríl 2023. Nánar er kveðið á um útfærslu laganna í reglugerð um leigubifreiðaakstur nr. 324/2023Var efnið hjálplegt? Nei