Ökutækjaleigur
Starfsleyfi til reksturs ökutækjaleigu er veitt í samræmi við lög nr. 65/2015 um leigu skráningarskyldra ökutækja og reglugerð nr. 840/2015 um leigu skráningarskyldra ökutækja. Leyfin eru veitt til þeirra aðila sem hyggjast leigja út skráningarskyld ökutæki í atvinnuskyni án ökumanns. Hægt er að senda fyrirspurnir á leyfisveitingar@samgongustofa.is ef einhverjar spurningar vakna.