Umsókn og afgreiðsla

Starfsleyfi til reksturs ökutækjaleigu er veitt í samræmi við lög nr. 65/2015 um leigu skráningarskyldra ökutækja og reglugerð nr. 840/2015 um leigu skráningarskyldra ökutækja. Leyfin eru veitt til þeirra aðila sem hyggjast leigja út skráningarskyld ökutæki í atvinnuskyni án ökumanns.

Umsókn um starfsleyfi til reksturs ökutækjaleigu

Skilyrði fyrir starfsleyfi ökutækjaleigu eru eftirfarandi:

1. Umsækjandi eða forsvarsmaður lögaðila þarf að framvísa sakavottorði, sem er aðgengilegt á island.is.
2. Sýna þarf fram á starfsábyrgðartrygging frá viðurkenndu tryggingarfélagi.
3. Umsækjandi eða forsvarsmaður lögaðila þarf að framvísa búsetuvottorði, sem er afgreitt hjá Þjóðskrá.
4. Umsækjandi eða forsvarsmaður lögaðila þarf að framvísa búsforræðisvottorði sem er aðgengilegt á island.is.
5. Við endurútgáfu þarf umsækjandi að skila inn afriti af eldra starfsleyfi.
6. Umsækjandi þarf að tilkynna fastanúmer þeirra ökutækja í eigu ökutækjaleigunnar sem áætluð eru til útleigu þegar umsókn er gerð. Athuga þarf að áður en ökutæki eru leigð út þurfa þau að vera skráð í notkunarflokknum ökutækjaleiga.
7. Umsækjandi þarf að hafa tilkynnt starfsrekstur til Skattsins en atvinnugreinaflokkun viðkomandi reksturs þarf að tengjast atvinnugreininni með einhverjum hætti.
8. Sýna þarf fram á að umsækjandi sé ekki í skuld sem nemur meira en kr. 500.000 með opinber gjöld eða skatta við innheimtuaðila ríkissjóðs (Skatturinn) og iðgjöld í lífeyrissjóð.

Afgreiðsla umsókna um starfsleyfi til reksturs ökutækjaleigu er að minnsta kosti 30 dagar þar sem viðkomandi sveitarfélag þarf að veita jákvæða umsögn vegna staðsetningar ökutækjaleigu innan 30 daga. Beiðni um umsögn er send þegar öll gögn vegna umsóknar um starfsleyfi ökutækjaleigu hafa borist til Samgöngustofu.


Var efnið hjálplegt? Nei