Rekstrarleyfi til farmflutninga

Rekstrarleyfi til farmflutninga er í samræmi við lög nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi og reglugerð nr. 474/2017 .

Rekstrarleyfin eru gefin út á lögaðila og einstaklinga með viðkomandi rekstur og rekstarleyfi til farmflutninga á landi sem stunda akstur í atvinnuskyni með vélknúnum ökutækjum eða samtengdum ökutækjum þar sem leyfð heildarþyngd fer yfir 3,5 tonn og leyfilegur hámarkshraði ökutækja er 45 km á klst. eða meiri.

Umsókn um almennt rekstrarleyfi til farmflutninga

Skilyrði fyrir rekstrarleyfi til farmflutninga eru eftirfarandi:

  1. Umsækjandi þarf að hafa fullnægjandi fjárhagsstöðu sem miðast við fjölda ökutækja. Umsækjandi verður að hafa eigið fé og sjóði sem jafngilda a.m.k. kr. 1.150.000 fyrir fyrsta ökutæki og kr. 640.000 á hvert ökutæki umfram það.  Áritaður ársreikningur eða staðfest skattframtal umsækjanda eru fullnægjandi gögn til að sýna fram á eiginfjárstöðu umsækjanda.
  2. Sýna þarf fram á að umsækjandi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld hvorki við innheimtuaðila ríkis né sveitarfélaga. Umsækjandi sem er með aðsetur á höfuðborgarsvæðinu þarf að skila inn skriflegri yfirlýsingu frá Skattinum. Umsækjandi sem er með aðsetur utan höfuðborgarsvæðisins þarf að skila inn skriflegri yfirlýsingu frá viðkomandi sýslumannsembætti og viðkomandi sveitarfélagi.
  3. Námskeið fyrir rekstrarleyfishafa í Ökuskólanum í Mjódd. Námskeiðin eru haldin tvisvar sinnum á ári en veitt eru bráðabirgðaleyfi í allt að eitt ár svo umsækjendur hafi færi á að sækja námskeið innan þess tíma.
  4. Forráðamaður rekstrarleyfis þarf að framvísa sakavottorði, sem er aðgengilegt á island.is.
  5. Umsækjandi þarf að hafa tilkynnt starfsrekstur til Skattsins en atvinnugreinaflokkun viðkomandi reksturs þarf að tengjast atvinnugreininni með einhverjum hætti.
  6. Umsækjandi þarf að tilkynna fastanúmer þeirra bifreiða sem tengjast rekstrinum.

    Afgreiðsla almenns rekstrarleyfis er 5-10 virkir dagar.


Var efnið hjálplegt? Nei