Ökunámsbækur
Við upphaf kennslu skal ökukennari afhenda ökunema ökunámsbók. Hún skal sýna ferli ökunáms frá upphafi þar til ökupróf er staðið
Færa skal í ökunámsbók þær upplýsingar um kennslustundir sem nemi tekur í ökuskóla og hjá ökukennara, svo og upplýsingar um þann tíma sem varið er til æfingaaksturs með leiðbeinanda.
Ökunámsbók er gefin út af Samgöngustofu og nemendur fá hana síðan hjá ökukennara eða í ökuskóla. Ökukennarar og ökuskólar fá bækurnar hjá Frumherja hf.
Sýnishorn ökunámsbóka
Hér að neðan eru birt sýnishorn ökunámsbóka á PDF sniði fyrir réttindaflokka B, A, AM, C, D, E og B farþegaflutninga í atvinnuskyni.
-
Vörubifreiðaréttindi. C1- og C-flokkur