Ökunám

Ökunám er undanfari margra réttinda er snúa að akstri hinna ýmsu ökutækja. Má þar nefna létt bifhjól, vörubíla, rútur og almennar bifreiðar.  Hér er fjallað um það sem snýr að ökunámi til ökuréttinda almennra bifreiða.

Ökuréttindi

Á Íslandi er bílprófsaldur 17 ár. Ökunám til bílprófs getur þó hafist við 16 ára aldur enda er skynsamlegt að ætla sér góðan tíma í ökunámið því að tímaskortur og akstur fara illa saman.

Helstu skrefin á leiðinni til ökuprófs má kynna sér hér.

Svör við helstu spurningum varðandi bílpróf/ökunám er að finna á undirsíðunni Spurt og svarað hér til hliðar.

Fyrsta skrefið í ökunáminu er að ræða við þann ökukennara sem nemandi velur. Um leið og nám hefst þarf að sækja um námsheimild til sýslumanns . Það er gert með því að fylla út umsókn um ökuskírteini.

Sýslumenn annast útgáfu ökuskírteina í umboði ríkislögreglustjóra. Sjá frekari upplýsingar og eyðublöð hér. 


Var efnið hjálplegt? Nei