Ábendingar
um starfsemi í ökunámi
Ein af leiðum Samgöngustofu til að sinna eftirliti með ökunámi er að taka við ábendingum um starfshætti eftirlitsskyldra aðila.
Samgöngustofa hefur eftirlit með því að starfsemi ökukennara, ökuskóla, ökugerða og prófdómara fari fram í samræmi við lög, reglugerð og námskrár. Ein af leiðum Samgöngustofu til að sinna framangreindu eftirlitshlutverki með ökunámi er að taka við ábendingum um starfshætti eftirlitsskyldra aðila.
Ábendingar um starfsemi eftirlitsskyldra aðila í ökunámi veita Samgöngustofu mikilvægar upplýsingar og þær því afar vel þegnar.
Ábendingar má senda á netfangið: okurettindi@samgongustofa.is
Í efni (e. subject) skal rita „ábending“ og gott er að taka fram í póstinum hver ábendingin er, að hverjum hún beinist og hvort einhverra upplýsinga, svara eða úrlausna er óskað.
Allar ábendingar sem berast Samgöngustofu eru metnar og skoðað hvort tilefni sé til frekari athugunar. Starfsmenn Samgöngustofu í ökunámi taka við ábendingum, meta og skrá þær. Telji stofnunin ástæðu til að taka mál til athugunar er það gert á grundvelli almenns eftirlits, þ.e. hvort starfsemi viðkomandi aðila sé í samræmi við lög og reglur sem um ökunám gilda.
Samgöngustofa hefur það að markmiði að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi allra persónuupplýsinga við meðhöndlun mála.
Nánar
Nánari upplýsingar um eftirlit Samgöngustofu og starfsemi eftirlitsskyldra aðila í ökunámi: