Fara beint í efnið

Ökunám, leiðin að bílprófinu

Á þessari síðu

Ökunám til bílprófs getur hafist við 16 ára aldur.

Ökunámið skiptist í

  • bóklegt nám í samtals um 25 kennslustundir (Ökuskóli 1, 2 og 3)

  • ökutíma með ökukennara í 17-25 kennslustundir

Ökuskírteini er í fyrsta lagi gefið út á 17 ára afmælisdegi viðkomandi.

Ferli ökunáms

Kostnaður

Það má gera ráð fyrir töluverðum kostnaði við ökunámið og ökuprófið. Meðal annars þarf að greiða fyrir

  • námsheimild sem sækja þarf um til sýslumanns

  • námskeið í ökuskóla

  • ökutíma með ökukennara, fjöldi fer eftir þörfum ökunema

  • kennslubók og verkefni

  • myndir vegna skírteinis

  • prófgjöld

Hvað felst í almennum ökuréttindum

Almenn ökuréttindi gefa rétt til að aka fólks- eða sendibifreið sem er

  • ekki þyngri en 3.500 kg

  • með sæti fyrir mest 8 farþega auk ökumanns

  • með tengdan eftirvagn eða tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd

  • með tengdan eftivagn sem er meiri en 750 kg að leyfðri heildarþyngd, en þá má leyfð heildarþyngd beggja ökutækja ekki vera meiri en 3.500 kg samtals


Ennfremur máttu aka

  • léttu bifhjóli (skellinöðru)

  • bifhjóli á þremur eða fleiri hjólum

  • torfærutæki t.d. vélsleða

  • dráttarvél

  • vinnuvél í umferð, en þó ekki vinna á hana nema þú hafir vinnuvélaréttindi


Sá sem er yngri en 21 árs má þó ekki stjórna bifhjóli á þremur hjólum sem er aflmeira en 15 kW.

Skipta um ökukennara

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að skipta þarf um ökukennara. Til dæmis flutningar á milli landshluta og fleira. Ökunemi skráir breytinguna í gegnum Ísland.is.

Breyta ökukennara

Mat á ókláruðu námi frá öðrum löndum

Bóklegt nám sem tekið hefur verið í öðru landi en á Íslandi er ekki metið milli landa. Þeir sem ætla að öðlast ökuréttindi á Íslandi þurfa að klára Ökuskóla 1, 2 og 3 á Íslandi.

Fatlað fólk

Ef fatlað fólk hefur næga hreyfigetu til að geta stjórnað bíl af öryggi með hjálpartækjum þá er mögulegt að öðlast ökuréttindi. Slíkt er þó háð mati læknis og annarra sem athuga hvernig hjálpartæki vinna í stjórn bílsins.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa