Svipting og endurveiting ökuréttinda

Sá sem sviptur hefur verið ökuréttindum um lengri tíma en eitt ár öðlast ekki ökuréttindi að nýju, að loknum sviptingartíma nema hann standist ökupróf að nýju

Sá sem sviptur hefur verið ökuréttindum um lengri tíma en eitt ár öðlast ekki ökuréttindi að nýju, að loknum sviptingartíma nema hann standist bóklegt ökupróf að nýju.

Hann þarf einnig að standast verklegt próf fyrir alla flokka sem hann er með í ökuskírteininu. Þannig þarf jafnvel að taka verklegt próf fyrir bifhjól, vörubifreið og hópbifreið ef um slík réttindi er að ræða. Undirbúningur og próf mega fara fram allt að einum mánuði áður en svipting rennur út.

 Höfuðborgarsvæðið Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Hlíðasmára 1, 201 Kópavogi 
 Á landsbyggðinni Viðkomandi sýslumannsembætti

Endurveiting ökuréttar

Ríkislögreglustjóri getur heimilað endurveitingu ökuréttar í tilvikum þar sem um er að ræða lengri sviptingu en þrjú ár eða ævilangt. Hafi maður verið sviptur ökurétti ævilangt má þó eigi veita ökurétt að nýju fyrr en svipting hefur staðið í fimm ár.

Lögreglustjórar annast framkvæmd endurveitinga í umboði Ríkislögreglustjóra.


Var efnið hjálplegt? Nei