Eldri skírteini

Ýmiss fróðleikur og breytitöflur

Gamla ökuskírteinið
Í elstu ökuskírteinum (grænum og bleikum) er merkt með stimpli við ökuréttindaflokka. Gildistíminn á skírteininu er tilgreindur framan á skírteininu og fyrsti útgáfudagur réttindaflokks á bakhlið. Nauðsynlegt er að endurnýja ökuskírteinið sem fyrst, eftir að það rennur út. Ökuskírteini sem voru í gildi 1. mars 1988 og höfðu aðeins flokka A eða B í gildi en ekki C, D eða E halda gildi sínu að öllu öðru óbreyttu þar til að eigandinn nær sjötugsaldri.

Með reglugerð um ökuskírteini sem tók gildi 15. ágúst 1997 var sett fram skilgreining á ökuréttindaflokkum til samræmis við flokkun sem tíðkast innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þá voru tekin upp kortaskírteini.


Kortaskírteinið fram til maí 2013

Flokkar á nýju ökuskírteini Ökutæki Athugasemdir
AM Létt bifhjól Öðru nafni skellinöðrur. Hámarksstærð er 50 kúbik og hraði 45 km.
T Dráttarvél Með öllum tilheyrandi eftirvögnum og tengitækjum.
A Bifhjól Í gildi voru tvö aflstig bifhjóla, neðri flokkur náði upp í 25 kW (34hestöfl) og efri flokkur yfir 25 kW. Til að fá réttindi á aflmeiri hjólin þurfti að vera orðin 21 árs þegar próf er tekið eða hafa tveggja ára reynslu á hjól í aflminni flokknum.
B Fólksbíll (einnig létt bifhjól, dráttarvél, torfærutæki s.s. vélsleði og akstur vinnuvéla í umferð) Bifreið fyrir mest 8 farþega sem er að hámarki 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd (með fullfermi og öllum leyfðum farþegum). Eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg að leyfðri heildarþyngd. Eftirvagn/tengitæki má vera þyngri en 750 kg að leyfðri heildarþyngd, en þá má samanlögð leyfð heildarþyngd samtengdu ökutækjanna ekki fara yfir 3.500 kg.
BE Eftirvagnar fyrir fólksbíl Þyngri eftirvagnar og tengitæki en 750 kg þar sem leyfð heildarþyngd samtengdu ökutækjanna fer yfir 750 kg.
C Vörubíll

Bifreið þyngri en 3.500 kg. Þó voru í gildi takmarkanir á þyngd fyrir ökumenn sem voru yngri en 21 í lengri ferðum.

74 - takmarkar þyngd vörubílsins við mest 7.500 kg

CE Eftirvagnar fyrir vörubíla

Leyfð heildarþyngd eftirvagns þyngri en 750 kg.

76 - takmarkar eftirvagninn við C:74 vörubíl þar sem heildarþyngd bíls og eftirvagns má ekki fara yfir 12.000 kg.

D Hópbifreið eða rúta

Hópbifreið fyrir fleiri en 8 farþega. 

75 - takmarkar fjölda við mest 16 farþega

DE Eftirvagnar fyrir hópbifreið

Leyfð heildarþyngd eftirvagns þyngri en 750 kg.

77 - takmarkar eftirvagninn við D:75 hópbifreið þar sem heildarþyngd bíls og eftirvagns má ekki fara yfir 12.000 kg.

Í ökuskírteininu eru, auk ofangreindra flokka og tákntalna sem takmarka flokka, fjöldi tákntalna fyrir allt skírteinið. Þær eiga að gefa upplýsingar um hluti eins og réttindi sem gilda fyrir fleiri flokka en einn, búnað ökumanna eða bifreiða s.s. gleraugu eða annað til að bæta upp takmörk í líkamlegu heilbrigði, samrit skírteina og upplýsingar um erlend skírteini sem skipt eru í íslenskt o.fl.

Dæmi um tákntölur fyrir allt skírteinið

01.01 Ökumaður verður að nota gleraugu við akstur.
01.06 Ökumaður verður að nota gleraugu eða snertilinsur við akstur.
05.02
(xx)
Takmarkar akstur við ákveðinn radíus (í km) frá heimili eða aðeins innan ákveðins bæjar. Takmörkunin er sett í sviga eftir tákntölu.
20.06 - 25.04 Handstýrðir hemlar og handstýrð inngjöf.

Ökuskírteini sem voru gefin út fyrir 15. ágúst 1997

Flokkar í gamla kerfinu Ökutæki Athugasemdir
A Bifhjól Líka kölluð stór mótorhjól.
B Fólksbíll Stærðarmörk voru mismunandi eftir því hvenær próf var tekið fyrst.
C Leigubifreið Farþegafjöldi mismunandi eftir því hvenær leigubílaprófið var tekið.
D Vörubifreið Réttindi á vörubíl og leigubíl voru tekin saman fyrir 1992 og kallaðist meirapróf.
E Hópbifreið eða rúta Ef hópbifreiðaréttinda var aflað með prófi fylgdu réttindi til farþegaflutninga í atvinnuskyni.

Var efnið hjálplegt? Nei