Endurnýjun ökuskírteina eldri borgara

Við 70 ára aldur þarf að endurnýja almenn ökuréttindi (B)

Umsækjandi sem orðinn er 65 ára eða eldri þarf að framvísa læknisvottorði frá heimilislækni þegar sótt er um endurýjun á almennum ökuréttindum. Gefi annar læknir vottorðið út skal umsækjandi upplýsa hvers vegna. Vottorðið má við umsókn ekki vera eldra en þriggja mánaða.

Ljósmynd þarf í flestum tilvikum að fylgja umsókn við fyrstu endurnýjun á almennum ökuréttindum. Ljósmynd vegna ökuskírteinis er ekki hægt að láta taka á skrifstofu sýslumanns.   

Endurnýjun á stór Reykjavíkursvæði á sér stað hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu:

Annars staðar á landinu:

Upplýsingar um gjaldtöku má nálgast á vef Sýslumannaembættanna.

 
Aldur umsækjanda Gildistími
65 ára, en ekki orðinn 70 ára 5 ár 
2 70 ára, en ekki orðinn 71 árs 4 ár
3 71 árs, en ekki orðinn 72 ára 3 ár
4 72 ára, en ekki orðinn 80 ára 2 ár
5 80 ára 1 ár

Var efnið hjálplegt? Nei