Um ökupróf

Framkvæmd ökuprófs

Frumherji hf. annast framkvæmd ökuprófa samkvæmt samningi við Samgöngustofu

Samgöngustofa hefur umsjón með ökunámi og ökuprófum og annast eftirlit með starfseminni. Þá sjá starfsmenn Samgöngustofu um að semja skrifleg ökupróf, próflýsingar, viðmiðunarkvarða verklegra ökuprófa og verklagsreglur um framkvæmd samkvæmt gildandi reglugerðum og námskrám.

Kynntu þér leiðina að ökuprófinu hér

Upplýsingar um daglega framkvæmd ökuprófa og hvar og hvenær þau eru haldin má nálgast hjá Frumherja hf.

Próftökuheimild (námsheimild) sýslumanns þarf að liggja fyrir hjá Frumherja hf. áður en hægt er að hefja nám eða eftir því sem við á, að panta ökupróf, skriflegt eða verklegt.

Skil á ökunámsbók

Ökunámsbók með staðfestingu ökuskóla, ökukennara og ökugerðis um að bóklegu og verklegu námi samkvæmt námskrá sé lokið skal framvísað við komu í skriflegt ökupróf. Við komu í verklegt ökupróf skal ökunámsbók líka framvísað og þá með staðfestingu ökukennara og ökugerðis á því að verklegu námi sé lokið með fullnægjandi árangri í samræmi við námskrá.


Var efnið hjálplegt? Nei