Skráning á fulltrúanámskeið

Fulltrúi er ábyrgðaraðili innflytjanda gagnvart Samgöngustofu þegar kemur að gerðarviðurkenningu og skráningu ökutækja og skal vera viðurkenndur af Samgöngustofu.

Fulltrúi skal hafa góða þekkingu á lögum og reglum sem gilda um skráningu og skoðuna ökutækja. Fulltrúi ber ábyrgð á að skráningar sem berast Samgöngustofu séu réttar.

Fulltrúaréttindi skiptast í þrjá flokka, A, B og C. 

Fulltrúi A hefur rétt til þess að annast gerðarviðurkenningu, forskráningu og nýskráningu. Fulltrúi B hefur rétt til þess að framkvæma fulltrúaskoðun og annast nýskráningu. Fulltrúi C hefur rétt til þess að annast fulltrúaskoðun og skráningu á gerðarviðurkenndum tengibúnaði.

Upplýsingar um kostnað námskeiðs má fá í gjaldskrá yfir þjónustu Samgöngustofu.

Hægt er að skrá sig á fulltrúanámskeið Samgöngustofu hér.


Var efnið hjálplegt? Nei