Upplýsingar úr ökutækjaskrá

Samgöngustofa er ábyrgðaraðili ökutækjaskrár og annast miðlun á upplýsingum til vinnsluaðila

Í Ökutækjaskrá Samgöngustofu skal skrá þau ökutæki sem eru í umferð, eigendur/umráðendur, sem og skrá skal tiltekin tækniatriði ökutækjanna.

Þessar upplýsingar eru skráðar vegna opinbers eftirlits með ökutækjum og lögbundinni skráningarskyldu. Þær upplýsingar eru ekki skráðar svo unnt sé að reiða sig á þær í lögskiptum aðila. Samgöngustofa minnir því á skoðunarskyldu kaupanda og upplýsingaskyldu seljanda í ökutækjaviðskiptum.

Samgöngustofa vekur einnig athygli á því að við forskráningu ökutækja ber stofnuninni að halda eftir frumriti forskráningargagna. Því gæti verið heppilegt fyrir eigendur ökutækja að halda eftir afriti forskráningargagna

Með vinnslu er átt við sérhverja aðgerð eða röð aðgerða þar sem unnið er með upplýsingar, hvort heldur á rafrænan eða handvirkan hátt. Vinnsluaðferðir upplýsinga úr skránni eru ákveðnar af Samgöngustofu. Vinnsluaðilar eru þeir sem gert hafa samning við Samgöngustofu um vinnslu upplýsinga og miðlun þeirra áfram til notenda. 

Vinnsluaðilar

Eftirfarandi aðilar hafa gert samning við Samgöngustofu um sölu gagna úr ökutækjaskrá:

Efni til upplýsinga
Var efnið hjálplegt? Nei